Photojournalism: „Scratching the surface – going under the skin“
Fimm daga námskeið, 30/6 – 4/7 (fimmtudagur til mánudags )
Photojournalism: „Scratching the surface – going under the skin“ Photojournalism is not about the amount of cameras you carry, neither is it about appearance – Photojournalism is about Empathy and have something on your mind which has to be told. During the workshop I will explain how to reduce the “noise” in your head – narrow your story down and make you ready to go out with an energy and a clear mind to cover the stories you want. How do you research your story, get in contact with the right people and get close to human beings you have never seen before Trust is a key issue, and at the end of the day it is all related (Jan Grarup um áherslur námskeiðsins.)
Þátttakendur þurfa að mæta með eigin portfólíu og myndavél. Kennt verður á ensku.
Í upphafi námskeiðsins fer Grarup yfir portfólíu hvers þátttakanda og gefur álit og ábendingar. Þátttakendur vinna í framhaldinu að eigin verkefnum undir handleiðslu hans.
Jan Grarup býr yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu á ljósmyndun og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín. Ljósmyndir hans birtast reglulega í mörgum helstu blöðum og tímaritum í heiminum og auk þess hefur hann gefið út bækur. Grarup hefur ekki síst einbeitt sér að verkefnum sem varða mannréttindi, málefni hópa og þjóðarbrota sem búa á átakasvæðum, t.d. í Afríku og annarra minnihlutahópa. Val hans á verkefnum endurspeglar áherslu hans á að mikilvægt hlutverk fréttaljósmyndurnar er að segja sögur þeirra sem fyrir einhverra hluta sakir eru þess ekki megnugir sjálfir. Hann hefur haldið vinnustofur og námskeið um allan heim.
Nánar má kynna sér verk hans og glæsilegan feril, meðal annars hér.
Kennt verður í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 16 manns. Dagskrá og aðrar upplýsingar verða sendar út til þátttakenda þegar nær dregur.
Verð: kr. 115.000
Skráning fer fram á info@ljosmyndaskolinn.is Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá með því að senda póst á netfangið: info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623.
Bent er á að þeir sem eiga rétt á styrk frá starfsmenntasjóðum stéttarfélaga sinna, geta sótt um styrk til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.