Rollling line í Nýlistassafninu.

aa

 

001_NYL_OlafurLarusson_emailmynd-01

Þann 18. mars opnar Nýlistasafnið sína fyrstu sýningu í nýju rými  í Marshallhúsinu að Grandagarði 20 í Reykjavík. Það er yfirlitssýning á verkum  myndlistarmannsins Ólafs Lárussonar (1951 – 2014). Nefnist sýningin Rolling Line og  má þar sjá verk frá rúmum áratug af starfi Ólafs. Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn. Hann var meðal annars einn af stofnaðilum Nýlistasafnsins. Hann var einn af síðustu listamönnunum sem tekinn var inn í SÚM hópinn og var stórtækur í framgangi gjörningalistar á Íslandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem verk Ólafs eru sýnd saman í viðleitni til að draga upp heildræna mynd á afkastamestu árum listamannsins. Á sýningunni má einnig finna verk eftir Ólaf í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Safnasafninu ásamt ótal verkum í einkaeign, frá söfnurum, vinum og vandamönnum Ólafs.

Samhliða sýningunni verður gefin út vegleg bók í tilefni þeirrar stóru gjafar sem Nýlistasafninu barst frá fjölskyldu Ólafs og inniheldur mikið magn efnis frá vinnustofu listamannsins.

Nýslistarsafnið var stofnað árið 1978 af hópi 27 myndlistarmanna, en kjarni þeirra hafði áður starfað innan SÚM hópsins. Nýló er listamannarekið sýningarrými og safn, vettvangur uppákoma, umræðna og gjörninga. Nýló hefur lengi verið miðstöð nýrra strauma og tilrauna í íslenskri og erlendri myndlist og hafa margar sýningar þeirra markað tímamót í íslenskri listasögu. Ár hvert stendur Nýló fyrir öflugri sýningadagskrá auk þess að safna og varðveita listaverk og heimildum sem tengjast frumkvöðlastarfi innan íslenskrar myndlistar.

Nánar má sjá um starfssemi safnsins og sýninguna á vef safnsins.

 

/sr.