Rúrí

Myndlistarmaður

ruri.is
ruri.art@centrum.is

De Vrije Academie Psychopolis, den Haag.Ruri-Future Cartography II#73835

Kennir: Vinnustofur.

Rúrí er fjölhæfur og afkastamikill myndlistarmaður. Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en þau eru sett fram með margvíslegri tækni; sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndir, myndbönd, hljóðverk, blönduð tækni tölvuvædd og gagnvirk verk. Hún hefur haldið fjölmargar myndlistarsýningar, innsetingar og gjörninga og verk hennar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi, víða í Evrópu, Ameríku og Asíu. Verk hennar eru í eigu liststofnana, bæjarfélaga og fyrirtækja víða og útilistaverk hennar eins Regnbogann við flugvöllinn í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík, þekkja margir. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæaringnum árið 2003. Þar sýndi hún verk sitt “Archive-endangerded waters” gagnvirka fjöltækniinnsetningu. Er verkið óður til náttúrunnar og hugleiðing um gildi hennar í nútímanum.
Verk Rúríar taka oftar en ekki á málefnum sem skipta máli; varða t.d. náttúruvernd, óréttlæti og ójöfnuð. Hún er réttsýn og frumleg og býr oftar en ekki, til nýja sýn á viðtekinn reynsluheim og hefðbundin gildi með verkum sínum. Fær hún þannig áhorfendur fyrir vikið til að sjá, skynja og skilja viðfangsefnið á nýjan máta.
Í viðtali við Rúrí í Fréttatímanum 2. mars 2012 segir hún: “Vissulega er ég pólitísk en það er pólitík í víðum skilningi, allt sem við kemur mannlegu samfélagi,“[…] „Ég held að það sé hlutverk listarinnar að tendra athyglina.
http://www.visir.is/gjorningar-sem-ganga-undrum-naest/article/2012703149913