Samstarfsskólar – samstarfsaðilar

Stefna Ljósmyndaskólans er að standast fyllilega samanburð við sambærilegar menntastofnanir erlendis og vera þar í fremstu röð.

Ljósmyndaskólinn er í samstarfi við The Glasgow School of Art og Arts University Bournemouth. Geta nemendur Ljósmyndskólans sótt um að ljúka þar námi til B.A. gráðu eða sótt um hæfnismat til inngöngu í meistaranám.

www.gsa.ac.uk/
aub.ac.uk/

Ljósmyndaskólinn er í ýmiskonar samstarfi við aðrar menntastofnanir erlendis svo sem eins og Paris College of Art og MCAST- Malta College of Arts, Science and Technology. Varðar það samstarf einkum heimsóknir, skólaþróun, sýningar og vinnustofur nemenda

Árlega fara nemendur á lokaári námsins á sýninguna Paris Photo og taka þátt í viðburðum í tengslum við hana.

Ljósmyndaskólinn er einn stofnaðila Samtaka sjálfstæðra listaskóla sem eru samstarfsvettvangur sjálfstæðra listaskóla á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að gæta sameiginlegra hagsmuna skólanna og nemenda þeirra, efla listkennslu á framhalds- og háskólastigi, deila þekkingu og reynslu milli skólanna og tryggja eðlilega námsframvindu nemenda skólanna.

 

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn