Síðasta sýningarhelgi útskriftarsýningar Ljósmyndaskólans – sýningu lýkur 19. janúar 2020

aa

Nú á sunnudaginn 19. janúar lýkur útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans. Opið er frá 12.00 -18.00  um helgina og útskriftarnemendurnir eru á staðnum, veita leiðsögn og svara spurningum.

Útskriftarýningin er að Hólmaslóð 6 í sama húsi og skólinn en annar inngangur er í rýmið þar sem sýninginn er.

 

Sýningin er einnig hluti af utandagskrárviðburðum Ljósmyndahátíðar sem nú stendur sem hæst.

Fjölmargir viðburðir Ljósmyndahátíðar eru sýningar sem standa lengur en þessa helgi og hvetjum við alla listunnendur til að kynna sér það sem er í boði. Í mörgum söfnum og galleríum á höfuðborgarsvæðinu hanga nú uppi sýnignar þar sem ljósmyndin er í fyrirrúmi.

Það er sko ekki á hverjum degi sem í boði er slíkt gnægtarborð ljósmyndaverka sem þessa daga og vikur.

 

/sr.