Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Safnanótt.

aa

finnbogide931a23-7ea5-400b-bc67-ed601112a3d1

 

Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Þar sýnir Sigga Ella portrettmyndir af tuttugu og einum einstaklingi á aldrinum 9 mánaða til 60 ára með Downs-heilkenni undir yfirskriftinni „Fyrst og fremst er ég“.

Í þessari sýningu veltir Sigga Ella upp siðferðislegum álitamálum þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Hún leggur áherslu á að sér finnist þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. „Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs-heilkenni?“

Hún segir annars þetta um tilurð verksins:„Ég heyrði viðtal í útvarpinu um siðferðisleg álitamál þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Mér finnst þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs heilkenni? Ég átti yndislega föðursystur með Downs heilkenni, Bergfríði Jóhannsdóttur, eða Beggu frænku. Það er erfitt að hugsa um útrýmingu Downs og hana í sömu mund.“

Þá vakti grein eftir Halldóru Jónsdóttur sérstakan áhuga hjá Siggu Ellu. Hún hafði uppi á Halldóru, sem er 30 ára kona með Downs-heilkenni, nemi, starfsmaður á bókasafni, áhugaleikari, tónlistarmaður og fleira.

Halldóra vildi vera með í verkefninu en yfirskrift sýningarinnar er sótt í grein Halldóru þar sem hún segir meðal annars:

„Ég var að lesa grein í blaði um daginn sem vakti áhuga minn og gerði mig um leið reiða og leiða. Það var kona sem skrifaði eitthvað um það, að það ætti að útrýma öllum sem eru með Downs-heilkenni. Því langar mig að segja mína skoðun. Ég er sjálf með Downs-heilkenni, en FYRST OG FREMST ER ÉG Halldóra. Því hugsa ég: Hver er fullkominn? Hver getur sagt það, að við með Downs-heilkennið séum minna virði en einhver annar. Við erum öll ólík og er það best að allir séu eins?“

http://www.visir.is/fyrst-og-fremst-er-eg/article/2015702069881 og www.siggaella.com

Verkefnið sem hér um ræðir var útskriftarverkefni Siggu Ellu frá Ljósmyndaskólanum í fyrra. Það er gleðilegt að sóttst  hefur verið eftir sýningunni víða og þetta er í 5. sinn sem Sigga Ella setur þessa sýningu upp á  innan við ári. Sýningin er hluti af viðburðum Safnanætur nú um helgina en stendur svo til 7. apríl 2015.

Hér fylgir tengill á síðuna hennar Siggu Ellu og upplagt að kynna sér  verk hennar betur: www.siggaella.com

/sr