Sigga Ella sýnir á Menningarhátíð Sólheima í Grímsnesi

aa

photo 3 copy vef

 Sigga Ella á Menningarhátíð Sólheima í Grímsnesi.

Siggu Ellu hlotnaðist sá heiður að vera boðið að taka þátt í Menningarhátið Sólheima sem stendur í allt sumar. Þar sýnir hún ljósmyndaröð sína; “Fyrst og fremst er ég” Verkið var hluti  útskriftarverkefnis hennar við Ljósmyndaskólann.

“Ljósmyndaverkið „Fyrst og fremst er ég“ samanstendur af portrettmyndum af tuttugu og einum einstaklingi með Downs heilkennið á aldrinum 9 mánaða til 60 ára. Ástæðan fyrir þessum tiltekna fjölda er sú að einstaklingar með Downs heilkenni hafa aukaeintak af litningi 21. Þrjá í stað tveggja, eða það sem er kallað þrístæða 21.
Kveikjan að verkefninu var m.a. viðtal sem ég heyrði í útvarpinu um siðferðisleg álitamál þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Mér finnst þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs heilkenni? Ég átti yndislega föðursystur með Downs heilkenni, Bergfríði Jóhannsdóttur, eða Beggu frænku. Það er erfitt að hugsa um útrýmingu Downs og hana í sömu mund.
Þá vakti grein eftir Halldóru Jónsdóttur sem ég fann á netinu sérstakan áhuga hjá mér. Ég hafði upp á Halldóru og hún vildi vera með í verkefninu.”

Sjá nánar á: https://www.facebook.com/172170069582395/photos/a.425839857548747.1073741836.172170069582395/490218817777517/

Og hér: http://siggaella.com/projects/first-and-foremost-i-am/

Hér er stutt myndband frá opnuninni. IMG_4340 (1)