HUGM 102 Hugmyndavinna, 1. hluti, 2 Fein

HUGM 102 Hugmyndavinna, 1. hluti, 2 Fein

Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir grundvallarþáttum hugmyndavinnu, að þeir læri aðferðir til að skipuleggja eigin hugmyndavinnu og þjálfist í notkun tiltekinna vinnubragða og verkfæra við hugmyndavinnu. Áhersla er lögð á að nemendur átti sig á því hvert þeir geta sótt innblástur og hugleiði hvert þeir vilja stefna í sköpun sinni. Þeir eru kynntir fyrir fjölda listamanna sem vinna á ólíkan máta með ljósmyndina serm miðil. Farið er í aðferðir við hugmyndavinnu og nemendur fá kynningu á og þjálfun í gerð hugkorts, notkun hugflæðis og frjálsra tenginga. Nemendur læra að gera „Moodboard“ og fá þjálfun í að nota hugmyndavinnubækur, skissubækur og dagbækur. Einnig fá þeir þjálfun í að safna efniviði sem nýst getur til að skilgreina og kynna fyrirhuguð verkefni.

Gerð er krafa um að nemendur geti nýtt sér þessar tilteknu aðferðir og vinnulag í verkefnavinnu á öllum stigum náms. Nemendur vinna a.m.k. 6 verkefni en að auki rannsóknarverkefni, vinnubók og greinargerð. Hafa þeir nokkuð frjálsar hendur með útfærslu þeirra og geta kosið sér mismunandi tækjabúnað og aðferðir við úrlausnir.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa áttað sig á gildi markvissrar hugmyndavinnu sem leið til að þroska og þróa hugmyndir sínar og til að auðvelda það að kynna þær fyrir öðrum. Þeir eiga að þekkja mismunandi aðferðir við hugmyndavinnu, hafa náð tökum á grundvallarþáttum þess að setja fram og kynna verkefni sín og hugmyndir með sjónrænum hætti. Þeir þurfa að kunna að útbúa eigið „Moodboard“ sem endurspeglar hugmyndir, persónuleg áform og áherslur í skapandi vinnu.

Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu,einkatímar: 33 stundir.

Eigin verkefnavinna: 15 stundir.

Námsmat: Vinnubók, greinargerðir, verkefni og virkni í tímum.

Ráðlagt lesefni:

  • Simmons Mike: Making Photographs, Planning, Developing and Creating Orginal Photography, Bloomsbury Publishing.
  • Jaeger, Anne-Celine: Image Makers, Image Takers.Thames&Hudson.
  • Bussard A.Katherine: Sothestory goes, Yale University Press.
  • Steingrímur Eyfjörð: Handbók í hugmyndavinnu. Háskólaprent.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn