LJHR102 Myndavélin – ljósop, hraði og myndsköpun, 2 Fein

LJHR102 Myndavélin – ljósop, hraði og myndsköpun, 2 Fein

Markmið áfangans er að kenna á myndavélina, eiginleika hennar, mismunandi stillingar og linsur. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á ljósopi, hraða, mismunandi ljómnæmi („iso“-stillingum) og mikilvægi samspils slíkra þátta við myndatökur og myndsköpun.

Nemendur læra á 35 mm. filmuvél og fá kynningu á öðrum tegundum myndavéla s.s. „mediumformat“ vélum og mismunandi eiginleikum þeirra. Kennt er á notkun ljósmæla. Í áfanganum skila nemendur ýmsum verklegum æfingum og verkefnum og er við skil ítarlega farið yfir þau með áherslu á að skoða og ræða þá tækni sem notuð var við lausn verkefnisins í hverju tilfelli.

Í lok áfangans eiga nemendur að kunna að nýta sér ljósop og hraða við myndsköpun. Kunna að nota ljósmæla, mismunandi gerðir filmumyndavéla og að þekkja ólíka eiginleika þeirra.

Fyrirlestrar/málstofa, verkefnavinna undir handleiðslu: 30 stundir.

Eigin verkefnavinna: 18 stundir.

Námsmat: Verkefni, vinnubók.

Skyldulesefni:

  • London, Barbara &Upton, John og fleiri: Photography. Pearson.

Ráðlagt lesefni:

  • Caroll, Henry: Read This if you Want to Take Great Photographs. Laurence King Publishing.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn