LJÓS4MF02 Myndatökur, myndbygging og formfræði, 2 Fein.

Markmið áfangans er að kenna hvernig val myndefnis, myndataka og sjónarhorn við töku hefur áhrif á merkingu ljósmyndar og frásagnarmáta hennar. Skoðað er hvernig hægt er að túlka sama viðfangsefnið á ólíka vegu með því að breyta sjónarhorni eða því hvernig myndflöturinn er mótaður við myndatökuna. Nemendur kynnast helstu hugmyndum og kenningum um myndbyggingu, svo sem um gullinsnið, hlutföll, styrkleika og staðsetningu aðalatriða á myndfleti. Ræddar eru spurningar varðandi reglur um form og hlutföll í tvívíðum myndverkum af öllu tagi og hvort nauðsynlegt sé að hafa náð tökum á hugmyndum/lögmálum um myndbyggingu til að geta brotið þær. Í fyrirlestrum eru tekin margvísleg dæmi úr listasögunni um meðvitaða notkun á myndrænni uppbyggingu og hvernig myndhöfundar öðlast tök á myndmáli með aukinni meðvitund um form og byggingu. Bent er á mismunandi nálgun listamanna við tilteknar grunnhugmyndir og ólíkar leiðir þeirra í formrænni uppbyggingu. Nemendur eru hvattir til að tileinka sér þekkingu á mismunandi aðferðum við myndbyggingu og úrvinnslu verkefna og að þróa með sér persónulegan stíl.

Nemendur velja myndir og skýra byggingu þeirra út frá þeim kenningum og aðferðum sem fjallað hefur verið um í áfanganum og kynna verkefni sitt með stuttum fyrirlestri fyrir samnemendum og kennara.

Kennari leggur fram og bendir á ýmis námsgögn.

Í lok áfangans eiga nemendur að þekkja helstu aðferðir við mynduppbyggingu, mikilvægi sjónarhorns og nýtingu myndflatar og að geta sýnt fram á persónulega beitingu þeirra þátta við sköpun myndefnis.

Fyrirlestrar/málstofa, vinna undir handleiðslu: 18 stundir.

Eigin verkefnavinna: 30 stundir.

Námsmat: Vinnubók, ritgerð og verkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Anthes, Bill&Modrak, Rebekah: Reframing Photography: Theory and Practice.
  • Fink, Larry: Larry Finkon Composition and Improvisation.

Opið fyrir umsóknir


Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Sækja um

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn