HUGM 307 Hugmyndavinna 3. hluti, 7 Fein

HUGM 307 Hugmyndavinna 3. hluti, 7 Fein

Markmið áfangans er að aðstoða nemendur við að skilgreina sig sem ljósmyndara, hvert þeir hyggjast stefna og hvað þá vantar upp á til að ná markmiðum sínum. Þeir þurfa að byrja að leita svara við spurningunni: „Hvers konar ljósmyndari ætla ég að verða?“ Þeir eru hvattir til að kynna sér ólíka ljósmyndara og listamenn, leita ólíkra leiða við úrlausn verkefna og að gera tilraunir með miðilinn. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að nemendur myndi og tileinki sér reglulegt og stöðugt vinnuflæði. Enn fremur er áhersla á að þeir þjálfi enn frekar aðferðir við skipulag í hugmyndavinnu; temji sér skipulögð vinnubrögð og geti undirbúið verkefni sín á skýran og markvissan hátt með gagnaöflun, skissuvinnu og rituðum texta. Nemendur þurfa að kynna hugmyndir sínar, vinnuáætlun, afrakstur vinnu sinnar og verkefni. Þeir þurfa að geta rökstutt ákvarðanir varðandi verkefnaval og vinnuferli. Auk uppgefins lesefnis fyrir áfangann bendir kennari á annað lesefni út frá áherslum nemenda og vali þeirra á verkefnum.

Í lok áfangans á hver nemandi að vera kominn áleiðis í því að þróa vinnubrögð sín og verkflæði og í að staðsetja áherslur sínar innan ljósmyndunar.

Fyrirlestrar, verkefni og æfingar, vinna undir handleiðslu og einkatímar: 78 stundir.

Eigin verkefnavinna: 90 stundir.

Námsmat: Hugmyndavinnubók, verkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Bright, Susan: Art Photography Now, Thames&Hudson.
  • Caruana, Natasha&Fox Anna: Basics Creative Photography 03:Behind the Image; Research in Photography. AVA Publishing.
  • Cotton, Charlotte: The Photograph as Contemporary Art. Thames&Hudson
  • Short, Maria: Basics Creative Photography 02: Context and Narrative. AVA Publishing.
  • Volk, Larry: No Plastic Sleeves: The Complete Portfolio Guide for Photographers and Designers. Focal Press.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn