LILI 306 Að lifa af í listheiminum, 2. hluti, 6 Fein

LILI 306 Að lifa af í listheiminum, 2. hluti, 6 Fein

Markmið áfangans er að nemandinn haldi áfram að skilgreina eigin ætlanir og markmið með ljósmyndun og út frá því er skoðað hvers konar miðill eða form miðla er hentugt til kynningar fyrir hvern og einn. Nemendur fá kynningu á ólíkum kostum varðandi samfélagsmiðla og aðstoð við að velja þá tegund eða tegundir sem henta hverjum og einum. Eins fá þeir þjálfun í að nota slíka miðla á markvissan máta og aðstoð við val á efni til birtingar á slíkum miðlum. Gerð er krafa um fagleg vinnubrögð á öllu efni sem fer til birtingar. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn fái kynningu á virkni listheimsins og hvernig það er að starfa innan hans. Fjallað er um starfsumhverfi listamannsins og fagfélög og nemendum kynntar helstu stofnanir listheimsins s.s. söfn, gallerí, hátíðir og messur. Þeir fá þjálfun í því að sækja um sýningar, styrki og að leggja fram verk í samkeppni.

Nemendur gera ritgerð, greinargerðir og verkefni. Kennarar benda á les- og námsefni af ýmsu tagi.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa fengið nokkra innsýn í virkni listheimsins og hlotið þjálfun í að sækja um styrki og sýningar. Þeir eiga að hafa rannsakað eigin ætlanir og markmið, mismunandi eðli samfélagsmiðla og hlotið þjálfun í að safna og vinna efni til kynningar á verkum sínum.

Fyrirlestrar, sýnikennsla, hópvinna, vettvangsferðir: 80 stundir.

Eigin verkefnavinna: 64 stundir.

Námsmat: Ritgerð, einstaklings- og hópverkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Volk, Larry: No Plastic Sleeves: The Complete Portfolio Guide for Photographers and Designers. Focal Press

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn