LILI4LL09 -LILI 409 Að lifa af í listheiminum, 3. hluti, 9 Fein

Markmið áfangans er að nemandinn fái innsýn í virkni listheimsins og að starfa innan hans. Farið er í hagnýt atriði varðandi sýningar og sýningarundirbúning eins og val á verkum fyrir sýningar. Í áfanganum vinna nemendur drög að lítilli einkasýningu í sjálfstæðu sýningarrými. Nemendur fá aðstoð við að þróa eigin vinnubók sem endurspeglar áherslur og hæfni viðkomandi Heldur hver nemandi kynningu á vinnubókinni fyrir kennara og samnemendur. Ennfremur fá nemendur

æfingu í því að tjá sig um verk sín, ætlanir og markmið, munnlega og skriflega.

Nemendur læra hagnýt atriði við stofnun, markaðssetningu og rekstur fyrirtækis í skapandi atvinnugreinum þar sem áhersla er á mikilvægi þess að skilgreina sérstöðu fyrirtækisins og vörur. Einnig er fjallað um þætti eins og verðlagningu á vöru, samskipti við viðskiptavini, fjölmiðla og höfundarrétt. Áhersla er lögð á að kenna gerð markaðs-, auglýsinga- og framkvæmdaáætlana og hvernig standa ber að kynningu, fjármögnun og verðlagningu verkefna. Nemendur fá kennslu í grundvallaratriðum bókhalds og annars þess er lýtur að daglegum rekstri fyrirtækja.

Nokkrir kennarar skipta með sér kennslu í áfanganum og benda á námsefni sem hæfir hverjum nemanda og verkefnum hans.

Í lok áfanganseiga nemendur að hafa hlotið breiða innsýn í það hvernig listheimurinn virkar og að vera undirbúnir til þess að starfa innan hans. Nemendur eiga að þekkja helstu þætti í því ferli sem sýningarundirbúningur er og að vera tilbúnir með drög að eigin einkasýningu. Hver nemendi þarf að hafa unnið vinnubók sem endurspeglar persónulegar áherslur og kynnt hana fyrir kennurum og samnemendum. Nemendur eiga að hafa fengið innsýn í grundvallarhugmyndir hagnýtrar markaðsfræði og bókhalds og kunna skil á þeim þáttum sem mikilvægir eru fyrir rekstur eigin fyrirtækis.

Fyrirlestrar, umræðutímar, vinna undir handleiðslu, hóptímar og einkatímar: 100 stundir.

Eigin vinna: 116 stundir.

Námsmat: Verkefni, kynning á vinnubók.

Ráðlagt lesefni:

  • Bright, Susan: Art Photography Now, Thames&Hudson.
  • Caruana, Natasha&Fox Anna: Basics Creative Photography 03:Behind the Image; Research in Photography.AVA Publishing.
  • Cotton, Charlotte: The Photograph as Contemporary Art. Thames&Hudson.
  • Short, Maria: Basics Creative Photography 02: Context and Narrative.AVA Publishing.
  • Read, Shirley&Simmons, Mike: Photographers and Research: The Role of Research in Contemorary Photographic Practice, Focal Press.
  • Volk, Larry: No Plastic Sleeves: TheComplete Portfolio Guide for Photographers and Designers.Focal Press.
  • Soth, Alec&Zanot, Francesco: Ping Pong Conversations. Contrasto.

 

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn