LILI 406 Að lifa af í listheiminum, 3. hluti, 6 Fein

LILI 406 Að lifa af í listheiminum, 3. hluti, 6 Fein

Markmið áfangans er að nemandinn fái enn frekari innsýn í virkni listheimsins og að starfa innan hans. Þeir fá markvissa þjálfun í ýmsum hagnýtum þáttum s.s. gerð ferilskrár (CV) og útbúa nemendur eigin ferilskrá. Farið er í atriði varðandi val á verkum fyrir sýningar og sýningarundirbúning. Fjallað er áfram um starfsumhverfi listamannsins, sölu á myndum, höfundarrétt og aðra þætti er varða starfandi listamann. Nemendur fá þjálfun í að velja og vinna hvers konar kynningarefni og búa það til birtingar á þeim  samfélagsmiðli eða miðlum sem þeir hafa valið. Þeir fá einnig æfingu í því að tjá sig um verk sín, ætlanir og markmið, munnlega og skriflega.

Nemendur læra hagnýt atriði við stofnun, markaðssetningu og rekstur fyrirtækis í skapandi atvinnugreinum þar sem áhersla er á mikilvægi þess að skilgreina sérstöðu fyrirtækisins og vörur. Einnig er fjallað um þætti eins og verðlagningu á vöru, samskipti við viðskiptavini, fjölmiðla og höfundarrétt. Áhersla er lögð á að kenna gerð markaðs-, auglýsinga- og framkvæmdaáætlana og hvernig standa ber að kynningu, fjármögnun og verðlagningu verkefna. Nemendur fá kennslu í grundvallaratriðum bókhalds og annars þess er lýtur að daglegum rekstri fyrirtækja.

Nokkrir kennarar skipta með sér kennslu í áfanganum og benda á námsefni sem hæfir hverjum nemanda og verkefnum hans.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa valið sér samfélagsmiðil eða miðla sem þeir hyggjast nota til kynningar á sér og verkum sínum og komnir vel áleiðis með val á efni og hönnun á eigin svæði á slíkum miðli eða miðlum. Nemendur eiga að hafa lagt fram ferilskrá, hafa fengið innsýn í grundvallarhugmyndir hagnýtrar markaðsfræði og bókhalds, kunna skil á þeim þáttum sem mikilvægir eru fyrir rekstur eigin fyrirtækis og að vera langt komnir með að gera markaðsáætlun fyrir væntanlegt lokaverkefni sitt.

Fyrirlestrar, umræðutímar, sýnikennsla, vinna undir handleiðslu, hóptímar, einkatímar: 64 stundir.

Eigin vinna: 80 stundir.

Námsmat:  Verkefnavinna, einstaklings- og hópverkefni og þátttaka í tímum.

 

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn