RÝNI 402 Að rýna til gagns 2. hluti, 2 Fein

RÝNI 402 Að rýna til gagns 2. hluti, 2 Fein

Markmið áfangans er að skapa vettvang fyrir nemendur til að taka þátt í gagnrýninni og líflegri umræðu um ljósmyndun sem hefur marga snertifleti, meðal annars við þeirra eigin verk. Þeir hljóta æfingu í að greina myndverk á grundvelli sögulegra, menningarlegra og táknfræðilegra aðferða við túlkun og í því að kynna niðurstöður sínar fyrir öðrum. Þurfa þeir meðal annars að beita aðferðunum á eigin verk í vinnslu. Markmiðið er að gefa hugmynd um hvernig unnt er að þróa grunnhugmyndir og hugtök og tengja þannig vinnu hvers nemanda víðara samhengi á grundvelli sögulegra vísana eða með tilliti til strauma og stefna í samtímaljósmyndun og þeirra fagurfræðilegu og hugmyndafræðilegu gilda sem hvoru tveggja móta miðilinn og taka breytingum vegna hans. Nemendur fá æfingu í að greina ljósmyndir og setja í margvíslegt samhengi.

Í lok áfangans hafa nemendur fengið æfingu í að greina ljósmyndir og að setja í margvíslegt samhengi. Þeir hafa einnig fengið æfingu í að ræða um niðurstöður sínar og að koma þeim á framfæri við aðra.

Fyrirlestrar, umræður, verkefni: 28 stundir.

Eigin verkefnavinna: 20 stundir.

Námsmat: Verkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Badger, Gerry: The Pleasure of Good Photographs. Aperture.
  • Berger, John: Understanding a Photograph. Aperture.
  • Strauss, David&Berger, John: Between the Eyes: Essays on Photography and Politics.

 

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn