HUGM 406 Hugmyndavinna – Portfólíugerð, 6 Fein

HUGM 406 Hugmyndavinna – Portfólíugerð, 6 Fein

Markmið áfangans er áframhaldandi þróun hugmyndavinnu hvers nemanda og  að  hann  staðsetji sig innan ljósmyndunar. Nemendur fá aðstoð við að þróa eigin vinnubók (portfolio). Greint verður hvar nemandinn er staddur í vinnuferlinu, hvað hann á og hvað vantar upp á til að hann nái markmiðum sínum. Varpað er  fram tillögum að lausnum sem geta falið í sér endurgerðir af eldri verkefnum, nýjar útfærslur á þeim eða ný verkefni. Í áfanganum leggur hver nemandi lokahönd á vinnubók sem endurspeglar áherslur og hæfni viðkomandi og nýtist til kynningar fyrir hann. Hver nemandi heldur kynningu á vinnubókinni fyrir kennara og samnemendur. Einnig þarf hann að standa skil á efni fyrir heimasíðu sína eða aðra sambærilega samfélagsmiðla til kynningar.

Í lok annarinnar leggur nemandi fram greinargerð þar sem fram kemur val og afmörkun á lokaverkefni 3. annar. Eins stutt ágrip af efni og fyrirhuguðum efnistökum lokaritgerðar.

Kennsla í áfanganum fer mikið fram í hópvinnu og á einstaklingsfundum. Rýni er einn liður í námi áfangans og kallar umsjónarkennari til fleiri kennara til að taka þátt í rýninni.

Kennari ráðleggur hverjum nemanda um lesefni sem hentar áherslum hans og verkefnum.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa lagt lokahönd á vinnubók sína (portfolio) og haldið kynningu á henni fyrir samnemendur og kennara. Þeir eiga einnig að hafa valið áherslur lokaverkefnis og lagt fram ágrip af efni lokaritgerðar.

Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu, málstofur, hóptímar, einkatímar og handleiðsla í hóp og einkatímum: 50 stundir.

Eigin verkefnavinna: 94 stundir.

Námsmat: Portfólía, kynning á henni, greinargerð um væntanlegt lokaverkefni og verkáætlun fyrir lokaritgerð.

Ráðlagt lesefni:

  • Bright, Susan: Art Photography Now, Thames&Hudson.
  • Caruana, Natasha&Fox Anna: Basics Creative Photography 03:Behind the Image; Research in Photography. AVA Publishing.
  • Cotton, Charlotte: The Photograph as Contemporary Art. Thames&Hudson.
  • Short, Maria: Basics Creative Photography 02: Context and Narrative. AVA Publishing.
  • Volk, Larry: No Plastic Sleeves: TheComplete Portfolio Guide for Photographers and Designers.Focal Press.
  • Soth, Alec&Zanot, Francesco: Ping Pong Conversations. Contrasto.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn