Stafræn ljósmyndun, stafræn myndvinnsla, 3. hluti

Stafræn ljósmyndun og stafræn myndvinnsla, 3. hluti

Markmið áfangans er að nemendur fái áframhaldandi þjálfun í stafrænni ljósmyndun og myndvinnslu. Hnykkt er á vinnubrögðum og skilningi á ólíkum úrlausnarefnum í stafrænni ljósmyndun, hvernig nýta má stafræna tækni til að ná fram tilætluðum áhrifum við úrlausn verkefna.

Lögð er áhersla á áframhaldandi vinnu í hinu stafræna myrkraherbergi og möguleikar hugbúnaðarins eru kannaðir enn frekar. Farið er í vinnubrögð, stillingar og tæki til litstýringar frá uppsprettu til birtingarmiðils og notkun sniðmáta (prófíla) í litstýringu. Val á hug- og vélbúnaði er skoðað.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð góðu valdi á flestum þáttum vinnu við ólík verkefni með stafrænni tækni, kunna skil á möguleikum stafræna umhverfisins, hafa tileinkað sér fagleg vinnubrögð og að geta unnið sjálfstætt.

Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 50 stundir.
Eigin verkefnavinna: 50 stundir.
Námsmat: Próf.

Skyldulesefni:
Martin Evening: Adobe Photoshop CC for Photographers. Focal Press.
Jan Kabili: Lightroom and Photoshop for Photographers; Classroom in a Book. Adobe Press.

Ráðlagt aukalesefni:
Tom Ang: Digital Photography Masterclass. DK Publishing.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn