LILI 507 Að lifa af í listheiminum, 4. hluti, 7 Fein

LILI 507 Að lifa af í listheiminum, 4. hluti, 7 Fein

Markmið áfangans er að nemendur ljúki gerð kynningarefnis; uppsetningu vefsvæðis eða svæðis á samfélagsmiðli að eigin vali. Nemendur afla þess efnis sem þeir vilja birta og fá aðstoð kennara við að velja úr því efni og að setja það upp. Markmið áfangans er einnig að nemendur ljúki gerð eigin markaðsáætlunar. Vinna þeir markaðsáætlun undir handleiðslu kennara í hóp og einkatímum. Nemendur kynna fullbúna markaðsáætlun sína fyrir kennara og samnemendum. Þeir fá einnig æfingu í því að tjá sig um verk sín, ætlanir og markmið, munnlega og skriflega.

Nokkrir kennarar skipta með sér kennslu í áfanganum og benda á námsefni sem hæfir hverjum nemanda og verkefnum hans.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa hlotið breiða innsýn í það hvernig listheimurinn virkar og að vera undirbúnir til þess að starfa innan hans. Hver nemandi á að hafa lokið við að vinna og setja upp efni á samfélagsmiðli eða miðlum að eigin vali og að hafa kynnt það fyrir kennara og samnemendum. Í lok áfangans á hver nemandi einnig að hafa lokið við gerð raunhæfrar markaðsáætlunar og hafa kynnt hana fyrir kennara og samnemendum.

Fyrirlestrar, umræðutímar, sýnikennsla, vinna undir handleiðslu, hóptímar, einkatímar: 60 stundir.

Eigin vinna: 108 stundir.

Námsmat: Verkefni, vinnubók, þátttaka í tímum, reikningur á samfélagsmiðli, markaðsáætlun/markaðsplan og kynning.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn