Steingrímur Eyfjörð með listamannaspjall sunnudaginn 22. janúar, kl. 14.00

aa

Steingrimur-slideshow-1400x564

Listamaðurinn Steingrímur Eyfjörð verður með listamannsspjall sunnudaginn 22. janúar kl. 14.00 í Hafnarborg. Spjallið er í tengslum við  sýningu hans í safninu  sem opnar deginum áður eða laugardaginn 21. janúar. Sýningin ber yfirskriftina, Kvenhetjan og má þar sjá úrval verka Steingríms frá upphafi hans ferils til dagsins í dag sem hafa konur eða kvenpersónur að viðfangi. Mörg hver hafa verkin verið sýnd áður en nú gefst tækifæri til að sjá þau á sama stað, fá yfirlit yfir sýn Steingríms og sjá hvernig konur hafa fylgt honum sem viðfangsefni allt frá því snemma á ferlinum.

Nánar má fræðast á á vefsíðu safnsins um sýningu Steingríms og sýningu Siggu Bjargar, Rósu, sem einnig opnar í Hafnarborg laugardaginn þann 21. janúar.

/sr.