Steingrímur Eyfjörð

Myndlistamaður

www.eyfjord.com/
info@eyfjord.com

Jan van Eyck Academie, LÍH14-1209-112729-Edit.vef

Kennir: Hugmyndavinnu.

Steingrímur á að baki fjölbreyttan og langan starfsferil í listum. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og stundaði framhaldsnám í Helsinki og við Jan van Eyck Akademíuna í Hollandi. Steingrímur tók fullan þátt í þeirri gerjun sem átti sér stað í myndlistarheiminum á áttunda áratugi síðustu aldar og var einn stofnenda Gallerís Suðurgötu 7 og meðal stofnfélaga Nýlistarsafnsins.
Hann hefur kennt, sinnt ritstjón og verið sýningarstjóri myndlistarsýninga, haldið yfir 40 einkasýningar og fleiri en 100 sýningar í félagi við aðra. Honum hefur hlotnast margvíslegur heiður; var tilnefndur til The Carnegie Art Award árið 2006, var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 og hlaut, ári síðar, Sjónlistarverðlaunin fyrir þá sýningu svo nokkuð sé nefnt.
Steingrímur vinnur gjarnan með blandaða tækni og ljósmyndir gegna oft veigamiklu hlutverki í verkum hans.
Verk Steingríms eru hugmyndafræðileg, marglaga og í senn heimspekileg og hversdagsleg. Þar mætast oft ólíkir þættir úr dægurmenningu, þjóðmenningu, heimspeki og pólitík. Áhorfandinn verður svo oftar en ekki einnig vitni að ferli listamannsins, skynjun hans og úrvinnslu á hugmyndinni.

“With his often extreme direct installations and paintings he works with themes like identity in a wide perspective in an attempt to alter traditional performances, stereotypes and national prejudice.
He often bases his theories on concrete incidents and themes which he then works on and interprets in an artistic way. The results are often complex and ambiguous creations with an opportunity of manifold layers of interpretation.” (http://www.iceland.is/iceland-abroad/dk/english/news-and-events/steingrimur-eyfjord/3713/)

www.this.is/endlessand