Stéphan Adam – Sehnsucht

aa

Stéphan Adam er ein þeirra nemenda sem útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum nú í janúar 2021. Sýning á útskriftarverkefnum nemenda stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. janúar – 31. janúar. Sjá opnunartíma safnsins hér 

Stéphan Adam

Sehnsucht 

Verkið er samsett úr mörgum brotum sem gefa ófullkomna mynd af löngu liðnu augnabliki. Sehnsucht kannar náin tengsl milli tíma, minninga og ljósmyndamiðilsins. Verk Stéphan Adam byggist á óttanum við það að muna ekki og myndavélin er tæki til að sefa þann ótta. Hún er verkfæri sem gerir okkur kleift að ferðast aftur til þeirra staða sem við viljum heimsækja aftur – á staði þar sem við höfum elskað og verið elskuð. Hann vinnur alfarið í myrkraherberginu og vinnuferlið er svipað því þegar við rifjum upp minningar. Við söfnum saman ýmsum brotum sem eru á víð og dreif í huga okkar og saumum þau saman áður en minningin dofnar og hverfur. Sehnsucht er hverfult augnablik sem fangað hefur verið á hlut, ljósmyndina, og er aðeins varið fyrir eyðingu tímans með brothættri glerplötu.