Sugar Paper Theories – Jack Latham heldur fyrirlestur þann 2. desember kl. 12.00

aa

Jack Latham heldur fyrirlestur í Ljósmyndaskólanum í hádeginu þann 2. desember 2016 og hefst hann kl. 12.00. Þar mun Jack meðal annars segja frá nýútkominni en þegar lofaðri og verðlaunaðri bók sinni Sugar Paper Theories.  Bókin fjallar um eitt þekktasta og umfangsmesta sakamál á Íslandi;  Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Þar eru ljósmyndir af fólki og stöðum sem tengjast málinu og rannsókn þess sem spannað hefur áratugi, birt ýmis rannsóknargögn, teikningar og dagbókarbrot og annað varðandi rannsókn málsins.  Prófessor Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur skrifar texta í bókina en hann er meðal annars sérfróður í rannsóknum á fölskum játningum í sakamálum og hefur komið að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins á ýmsum stigum þess.

Jack Latham býr og starfar í Bretlandi. Nánar má lesa um hann og verk hans á heimasíðu hans og hér má sjá umsögn um bókina.

Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn.

Sugar Paper Theories mun verða fáanleg í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Titill myndar: ‘Conspiracy theorist’s desk, 2014’.

02.tif

/sr.