Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir tekur þátt í beinni útsendingu Ljósmyndaskólans.

aa

Kynningardagar Samtaka sjálfstæðra listaskóla standa yfir dagana 18. og 19. febrúar. Af því tilefni verður Ljósmyndaskólinn með beinar útsendingar þar sem starfsfólk og nemendur skólans, útskrifaðir og núverandi, segja frá námi og skólastarfi.

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir er ein þeirra sem tekur þátt í beinni útsendingu. Hún útskrifaðist frá Ljósmsmyndaskólanum nú í janúar.

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir. Ljósmyndina tók Eva Schram

Svanhildur verður í útsendingu fimmtudaginn þann 18. febrúar. Hún mun þar meðal annars segja frá námi sínu, nokkrum verka sinna og tilurð þeirra. Útsending hefst kl. 13.00.

Hér má sjá eitt af verkum Svanhildar sem heitir A- G.

Í verkinu A-G túlkar Svanhildur Gréta tilfinninguna sem konur í hennar fjölskyldu bera gagnvart því að vera með stór brjóst. Byrgðina og óþægindin sem því getur fylgt. Fjöldi kvenna í hennar fjölskyldu hafa farið í brjóstaminnkun vegna óþæginda eins og bakverkja, hausverkja, vöðvabólgu og fleira.

Ljósmyndaserían A-G samanstendur af hlutum sem vega það sama og brjóst í ákveðinni skálastærð. Myndunum er raðað frá skálastærðinni A-G og má áhorfandinn þannig gera sér í hugarlund um hvernig það sé að bera brjóst í tiltekinni stærð. Hlutirnir eru sí›an innsiglaðir í lofttæmdar umbúðir til að undirstrika þrengslin og innpökkunina á brjóstum sem konur með stór brjóst þurfa að kljást við.

@svanhildurgreta