Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir – Ummerki

aa

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir er ein þeirra nemenda sem útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum nú í janúar 2021. Sýning á útskriftarverkefnum nemenda stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 16. janúar – 31. janúar. Sjá opnunartíma safnsins hér

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir 

Ummerki 

Í verkinu Ummerki kannar Svanhildur Gréta eigið rúmmál, rýmið sem geymir allt sem hún er. Hvar sem við drepum niður fæti skiljum við eftir okkur ummerki sem vara lengur en við sjálf. Rannsóknir hafa leitt í ljós að við berum sögu og áföll fyrri kynslóða í erfðaefni okkar. Í móðurkviði ber fóstur arf forfeðranna – sársauka sem skar löngu áður en það fæðist. Rýmið sem ber þennan arf felur sig undir húðinni en ummerki hans brjótast fram í formi gjörða okkar og hugsana. 

Verkið samanstendur af ljósmyndum sem sýna rannsókn á rúmmálinu og innsetningu þar sem rúmmálið sjálft er sett fram í þremur yfirgefnum plastbrúsum. Samspil hins efnislega og hins andlega – þrír brúsar fullir af persónu. 

Instagram: @svanhildurgreta