Svarthvít filmuframköllun og stækkun

aa

Um þessar mundir eru nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 1 í myrkraherbergisáfanganúmer 2. Eru þau nú að æfa prentun á fíberpappír og að ná aukinni leikni í því að prenta upp myndir í myrkraherberginu. Einnig læra þau ýmis trix svo sem eins og að tóna myndir. Það er gert til þess að fá annað yfirbragð á myndirnar og eru til þess notuð ýmis sérstök efni en einnig gerðar tilraunir með efni úr daglegu umhverfi svo sem eins og kaffi.

Það er venjulega svo að þegar nemendur kynnast myrkraherberginu og vinnubrögðum þar þá opnast algerlega nýr heimur og fjöldi spennandi möguleika til þess að vinna með ljósmyndina. Margir nemendur taka miklu ástfóstri við filmuna í framhaldinu.

    

/sr.