Takk fyrir komuna á Menningarnótt!

aa

 

Fjölmargir  gestir nýttu tækifærið og komu og heimsóttu skólann á opnu húsi á Menningarnótt. Hægt var að fylgjast með vinnu í stúdíói og  myrkraherbergi, fá eintak af blaðinu okkar, spjalla við nemendur og kennara og margt fleira.

Einnig kynntum við nýtt vefgalleríi H6 galleríi þar sem hægt er að kaupa ljósmyndaverk eftir samtímalistamenn. Galleríið hefur milligöngu um sölu á verkum listamanna sem selja verk sín í H6 Gallerí, óski kaupandi eftir því að fá að sjá verk eftir ákveðinn listamann/listamenn er hægt að hafa samband á info@h6galleri.com. Umsjónamaður gallerísins hefur þá milligöngu um sýningu og kaup á því verki eða verkum sem um ræðir. Slóðin á galleríið er http://h6galleri.com

Bestu þakkir fyrir komuna.

Okkur fannst svo gaman að fá alla þessa gesti að við bíðum spennt eftir  næstu Menningarnótt,  þann 19 ágúst 2017. Sjáumst þá !

._H8B8111

_H8B8128 copy

/sr.