Takk fyrir komuna – Nokkrar myndir frá opnun útskriftarsýningar Ljósmyndaskólans.

aa

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans opnaði föstudaginn þann 10. janúar að Hólmaslóð ogþað voru margir sem mættu, þrátt fyrir óveður og fögnuðu með útskriftarnemendunum. Það voru þau Anna Margrét Árnadóttir, Gissur Guðjónsson, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Hjördís Eyþórsdóttir, Linda Björk Sigurðardóttir og Ívar Örn Helgason sem  útskrifuðust  að þessu sinni af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 og luku þar með fimm anna námi í skapandi ljósmyndun sem þau hafa stundað undanfarin misseri.

Viðfangsefni útskriftarnemenda og aðferðir spanna vítt svið ljósmyndunar og takast þau á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum, listrænni sýn og fagurfræði. 

Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá opnunni.

 

 

 

Sýningin er að Hólmaslóð 6 og stendur út sunnudaginn 19. janúar. Opið er  alla daga frá 12.00 – 18.00.
Útskriftarnemendur verða á sýningarstað á opnunartíma og veita leiðsögn um sýninguna.

Myndir með færslu tóku Eva Schram og Hlín Arngrímsdóttir, nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

/sr.