Ljósmyndaskólinn – Takk fyrir komuna á Opna daga!

aa

Opnir dagar voru í Ljósmyndaskólanum dagana 22. og 23. febrúar. Nemendur og kennarar voru að störfum og hægt að fylgjast meðal annars með myndatökum, bókagerð þar sem verið var að vinna með safn  mynda og  að skoða verk nemenda á ýmsum stigum.

Heitt var á könnunni og starfsfólk og nemendur svöruðu spurningum áhugasamra um skólann og námið. Það voru margir sem lögðu leið sína til okkar. Takk fyrir komuna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum

      

 

Opnu dagarnir voru hluti af dagskrá Samtaka sjálfstæðra listaskóla sem er samstarfsvettvangur sjálfstæðra listaskóla á Íslandi.

Tilgangur samtakanna er að gæta sameiginlegra hagsmuna skólanna og nemenda þeirra, efla listkennslu á framhalds- og háskólastigi, deila þekkingu og reynslu á milli skólanna og að tryggja eðlilega námsframvindu nemenda skólanna.

Eftirfarandi skólar standa að samtökunum:

Klassíski listdansskólinn, Kvikmyndaskóli Íslands, Ljósmyndaskólinn, Menntaskóli í tónlist, Myndlistarskólinn á Akureyri, Myndlistarskólinn í Reykjavík, Söngskólinn í Reykjavík, Söngskóli Sigurðar Demetz