Takk fyrir komuna á Uppskeruhátíðina

aa

Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans var haldin nú um helgina,  26.-28. maí 2017 og var það í fyrsta sinn sem við ljúkum skólaárinu með þessu nýja sniði. Á Uppskeruhátíðinni sýndu nemendur allra námsára afrakstur af vinnu vetrarins. Voru verk þeirra fjölbreytt og endurspeglar það einkar vel hve ljósmyndun er fjölbreyttur og margslunginn miðill. Þess má líka geta að gestir nældu sér flestir í Vorblaðið okkar sem var að koma úr prentun. Það er stútfullt af viðtölum við kennara, nemendur og fleiri og inniheldur að auki að sjálfsögðu mjög fjölbreytt myndefni.

Fjöldi fólks lagði leið sína hingað á Hólmaslóðina um helgina til þess að líta á verkin og fagna með okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir komuna.

Við minnum á að nú er opið fyrir umsóknir í Ljósmyndaskólann fyrir næsta námsár og allar upplýsingar varðandi umsóknarferlið er að finna á heimasíðu skólans.