Takk fyrir komuna á Uppskeruhátíðna!

aa

Komin er hefð fyrir því að halda Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans að vori. Þá sýna nemendur beggja námsbrauta margvíslegan afrakstur af vinnu vetrarins og eru á staðnum til að spjalla um verk sín.

Dagana 11. -13. maí  var Uppskeruhátíðin haldin í Ljósmyndaskólanum að þessu sinni.

Nemendur fyrri námsbrautarinnar sýndu þar lokaverkefni annarinnar.

Nemendur seinni námsbrautar sýndu vinnubækur sínar og ýmis verk.

Til að gefa innsýn í að það er líf eftir Ljósmyndaskólann, kynna útskrifaðir nemendur viðfangsefni sín.  Að þessu þinni voru það þær Ellen og Þórunn sem reka fyrirtækið  You Me and All en þær útskrifuðust úr Ljósmyndaskólanum árið 2016

Fjölmargir lögðu leið sína hingað á Hólmaslóðina til að skoða verk nemenda og kynnast starfseminni.

Takk öll fyrir komuna.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Uppskeruhátínni af verkunum og gestum og gangandi.