Tara Njála Ingvarsdóttir nemandi á 1. ári. Að segja sögur.

aa

Tara Njála Ingvarsdóttir vann verkefnið Að segja sögur í Vinnustofu 1. árs nemenda nú í vetur. Vinnustofan bar yfirskriftina Mannamyndir og það var Sissa sem leiddi nemendur í vinnuferlinu þann tíma sem vinnustofan stóð.

Vinnustofur er hluti náms nemenda við skólann á öllum námsstigum en þær eru starfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Vinna þeir með nemendum í afmarkaðan tíma. Í vinnustofum eru tekin fyrir ýmis verkefni sem tengjast listsköpun, s.s. hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni. Markmið áfangans er að að opna augu nemenda fyrir því hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi og að þjálfa þá í skapandi starfi með miðilinn. Enn fremur er markmiðið að ýta undir sköpunarkraft nemenda og að leitast við að opna þeim nýjar leiðir í persónulegri tjáningu.

 

 

/sr.