Þau eru útskrifuð

aa

Þann 22. janúar útskrifaðist þessi hópur frá Ljósmyndaskólanum.

Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 13 nemendur frá Ljósmyndaskólanum. Það voru:

Bergdís Guðna
Dóra Dúna Sighvatsdóttir
Elín Ósk Jóhannsdóttir
Eva Schram
Hjördís Ingvarsdóttir
Kata Jóhanness
Hlín Arngrímsdóttir
Kaja Sigvalda
Krummi
Nicholas Alexander Grange
Stéphan Adam
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
Þórkatla Sif Albertsdóttir

Athöfnin fór fram í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og var lástemmd að hætti tímanna. Við óskum útskriftarhópnum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og þökkum þeim samfylgdina síðustu tvö og hálft ár.

Við væntum þess að þessir ljósmyndarar muni láta til sín taka á vettvangi samtímasljósmyndunar í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með þeim.

Sýning á útskriftarverkum þeirra stendur til og með 31. janúar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Myndina tók Marinó Flóvent