The Weather Diaries – Veðurdagbækurnar í Norræna húsinu til 5. júlí 2016. Ekki missa af þessu!

aa

WD_coopergorfer_BibiChemnitz-4-e1456918832721-640x528

The Weather Diaries – Veðurdagbækurnar-  verða til sýnis í Norræna húsinu til 5. júlí, 2016. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11- 17.

“Sýningin er unnin af listakonunum Sarah Cooper & Nina Gorfer, og sýnir áhrif náttúru og veðurfars á listsköpun.  Sýningin samanstendur af  ljósmyndum og innsetningum sem unnar eru í nánu samstarfi við tólf hönnuði og listamenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

Sarah Cooper og Nina Gorfer ferðuðust í tvö ár um Færeyjar, Grænland og Ísland. Tilgangur ferðarinnar var að rannsaka þau áhrif sem hefðir og náttúru hafa á sköpun listamanna og hönnuða í löndunum. Cooper & Gorfer starfa ólíkt hefðbundnum mannfræðingum að því leyti að tilgangur þeirra er ekki fyrst og fremst vísindalegur. Þær nota t.d. ekki myndavélar eingöngu til að sýna samfélag og menningu heldur breyta þær athugunum sínum í ljóðrænar sögur sem þær miðla með myndum sínum. Ljósmyndir þeirra eru sviðsettar og þrungnar táknum, segja má að þar séu mörg ólík lög merkingar þar sem litir og áferð gegna veigamiklu hlutverki.” http://nordichouse.is/is/event/the-weather-diaries/ 
Þetta er farandsýning sem þegar hefur verið sýnd víða um lönd við mikla hrifningu. Við mælum eindregið með því að þið lítið við í Norræna húsinu og farið á þessa sýningu því sjón er sögu ríkari.

Hér fylgir slóð á vefsíðu þeirra Cooper og Gorfer og þar hægt að kynna sér þær  betur.

mynd-f-heimasíðuna-1-1220x550 (1)

 

/sr.