Þórsteinn Sigurðsson -Container Society pt.1. til styrktar Frú Ragnheiði.

aa

Þórsteinn Sigurðsson gefur út bókina Container Society pt.1. í samstarfi við Grazie Press þann 21. júlí nk. í Gallery Port að Laugavegi 23b. Aðeins verða gefin út 50 eintök af bókinni og verður hún til sölu þetta eina kvöld. Til sýnis verða prent af myndum úr bókinni.

Viðburðurinn stendur frá kl. 17.00 – 21.00,  aðeins þetta eina kvöld. Boðið verður uppá drykki og mun Gervisykur sjá um tónlist fyrir gesti og gangandi.

Container Society er ljósmyndaverkefni sem unnið hefur verið undanfarið ár á Grandanum í Reykjavík. Áhorfandinn fær innsýn inn í líf tveggja manna sem búa í gámum á vegum borgarinnar en Pt.1 fókusar á lífið í gámunum og nærumhverfi. Sjá tengil á viðburð.

Allur ágóði af sölu bókar og prentum rennur til Frú Ragnheiðar sem er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, sex kvöld í viku. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar er að stuðla að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um hvernig unnt er að minnka skaða vegna neyslu.

Þórsteinn hefur nám á lokaönn náms í Ljósmyndaskólanum nú í haust en hann hefur áður sýnt verk sýn opinberlega, meðal annars verkið  Juvenile Bliss árið 2017. Hann var í býsna fróðlegu viðtali í Lestinni á Rúv í vikunni. Hægt er að hlusta á viðtalið „Hulinn heimur fólksins í gámunum“  hér.
Þórsteinn er á Instagram.

/sr.