Þórsteinn Sigurðsson og Juvenile Bliss.

aa

Þórsteinn Sigurðsson er nemandi á öðru námsári í Ljósmyndaskólanum. Lokaverkefni hans á fyrsta námsári í skólanum, Juvenile Bliss vakti mikla athygli. Við fréttum að eitthvað væri í undirbúningi hjá Þórsteini og spurðum hann snaggaralega eftirfarandi spurninga:

Hvað?

Juvenile Bliss – sería um nokkra mismunandi hópa ungs fólks á Íslandi. Þetta er heimildarljósmyndun; verk sem gefur sýn inn í veruleika á ákveðnum tíma, á ákveðnum stað.

Hvar?
Sýningin verður haldin á jarðhæð KEX Hostel þar sem áður var NÝLÓ- gengið inn Skúlagötumegin. Athugið breyttur sýningarstaður frá því sem stendur á veggspjaldinu sem fylgir færslsu.

Hvenær? 09.09.17

Afhverju? Af því ég þarf á uppgjöri að halda. Það er eitthvað meira þarna hinu megin við hornið og fyrst þarf ég að taka þetta af bakinu, sleppa þessu frá mér og svo get ég haldið áfram.

Í Fréttablaðinu þann 27. ágúst 2017 var svo viðtal við Þórststein þar sem hann segir frá því sem hann er að fást við: „…hóparnir sem ég er að mynda eru tvær kynslóðir sem lifa óhefðbundnu lífi á einhverskonar jaðar,“segir ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson, eða Xdeathrow, sem opnar í næsta mánuði ljósmyndasýninguna Juvenile Bliss.“

Þetta verður ljóslega menningarviðburður og stendur frá kl. 20.00-01.00. Plötusnúðar munu leika fyrir dansi.

Hér má lesa viðtalið við Þórstein í Fréttablaðinu og hér er tengill á viðburðinn.