Til hamingju Agnieszka!

aa

910d55bc-6a8d-4bc3-ab64-3ab982705 d76 Agn

Styrkur veittur úr minningasjóði Magnúsar Ólafssonar. Til hamingju Agnieszka!

Það var hún Agnieszka okkar Sosnowska sem að þessu sinni hlaut verðlaun að upphæð 400.000, úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937). Var hún hlutskörpust þeirra sem þátt tóku í Ljósmyndarýni á Ljósmyndahátíð Íslands sem haldin var dagana 14.-16. janúar.

Agnieszka Sosnowska er fædd í Varsjá í Póllandi og býr og starfar á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu á Héraði . Hún er einnig einn kennara við Ljósmyndaskólann. Agnieszka er með B.F.A. gráðu í ljósmyndun frá Massachusetts College of Art og M.F.A. gráðu frá Boston University.

“Verk Agnieszku hafa verið sýnd víða á Íslandi, í Póllandi og Bandaríkjunum. Síðastliðið sumar tók Agnieszka þátt í samsýningunni Verksummerki sem sýnd var í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en sú sýning var hluti af dagskrá Listahátíðar. Einnig má nefna einkasýningar hennar í Lancaster Museum of Art í Pennsylvaníu og Pleiades Gallery of Art í New York.

Agnieszka hefur gert fjölda sjálfsmynda síðastliðin 25 ár en hún hóf að taka sjálfsmyndir á námsárum sínum í Massachusetts College of Art 1997–1999. Agnieszka notar sjálfsmyndir sínar til að öðlast aukinn skilning á sjálfri sér, tilfinningum sínum og væntingum. Myndir hennar eru leikrænar og tjáningarfullar frásagnir og skrásetning á nærumhverfi hennar á Íslandi, Póllandi og Bandaríkjunum.”

http://reykjavik.is/frettir/minningarsjodur-magnusar-olafssonar-veitir-verdlaun-i-ljosmyndaryni

Unknown

/sr.