Tilvalin fermingargjöf fyrir skapandi unglinga!

aa

 

_DSC3399-minniEdit

Fyrir skapandi börn og unglinga!

Ljósmyndanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-16 ára

Dagsetningar: Kennt verður dagana 12., 14. og  16. júní 2017, frá kl. 17.00 – 20.30.

Kennslustaður: Húsnæði Ljósmyndaskólans að Hómaslóð 6, 101 Reykjavík.

Hámarksfjöldi þátttakenda eru 15. manns.

Á námskeiðinu er farið í portrettmyndatökur og heimildaljósmyndun eða ýmiskonar skrásetningu með ljósmyndum. Kynntir verða ýmsir ljósmyndarar, íslenskir jafnt sem erlendir sem beita þeim aðferðum í listsköpun sinni og verk þeirra eru skoðuð. Til samanburðar verða einnig kynntir aðrir ljósmyndarar sem vinna með ólíkum hætti.

Öll þrjú kvöld námskeiðsins fá nemendur stutt einkaviðtal  við kennara. Að loknu fyrsta einkaviðtalinu fær hver nemandi ljósmyndaverkefni út frá áhugasviði sínu og hefur námskeiðstímann til þess að vinna að úrlausn þess.  Nemendur kynnast einnig nokkrum grunnþáttum myndvinnslu í myndvinnsluforriti og fá aðstoð og leiðbeiningu við að vinna myndir sínar stafrænt.

Nemendur munu geta haft samband við kennara námskeiðsins um tölvupóst á milli kennslustunda séu þeir í vandræðum með úrlausn verkefna eða óski frekari leiðsagnar.

Kennt verður með fyrirlestrum, sýnikennslu og með einkatímum.

Þátttakendur þurfa að mæta með eigin myndavélar.

Mælt er með því að þeir grípi með sér nestisbita en gert verður 30 mín. matarhlé á milli 18.30 – 19.00. Á staðnum er örbylgjuofn og mínútugrill.

Verð: kr. 19.500 

Kennarar eru Sigga Ella og Olga Helgadóttir. Þær eru báðar útskrifaðar úr Ljósmyndaskólanum og hafa unnið margvísleg verkefni við ljósmyndun. Nánar má fræðast um þær Siggu Ellu og Olgu á heimasíðum þeirra.

Sótt er um námskeiðið með því að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623. Þar fást líka frekari upplýsingar um námskeiðið.

Bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið á hans vegum.