Tim Walker leiddi vinnustofu með nemendum.

aa

Tim Walker leiddi eina af vinnustofunum með nemendum á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2  á dögunum.  Á þessari næst seinustu önn námsins í Ljósmyndaskólanum taka nemendur á námsbrautinni þátt í fjórum ólíkum, vinnustofum en Vinnustofur eru starfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn og vinna með nemendum í afmarkaðan tíma. Í vinnustofum eru tekin fyrir verkefni sem tengjast listsköpun; hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni svo nokkuð sé nefnt.

Tim Walker vann með nemendum að því að skerpa og slípa hugmyndir og áherslur við myndsköpun. Voru nemendur á einu máli að þetta hefði verið einstaklega lærdómsrík vinnustofa þó svo að þau hafi ekki verið látin taka svo sem eins og eina mynd!

Einn nemandi lét þau orð falla að þetta væri, að öðrum ólöstuðum, besta vinnustofan sem hann hefði farið á.

Einnig hélt Tim fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk þar sem hann talaði um verk sín og vinnuferli. Lagði  hann þar meðal annars áherslu á að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og að það er mikilvægt að sýna þrautseigju og að gefast ekki upp. Árangur næst með þrautseigju og vinnusemi.

Með færslu fylgja myndir sem Kári Sverris smellti af á fyrirlestrinum í Ljósmyndaskólanum.