Undirbúningur útskriftarsýningar þriðja árs nemenda á lokastigi.

aa

IMG_7319

Nemendur þriðja árs Ljósmyndakólans eru nú í óða önn að leggja lokahönd á undirbúning útskriftarsýningar sinnar og að vanda er í mörg horn að líta þessa síðustu daga. Í vikunni fóru nemendur á fyrirhugaðan sýningarstað með sýningarstjóra, skoðuðu rýmið og fengu úthlutað plássi.   Útskriftarnemendur eru þessa dagana að ganga frá  uppsetningu og endanlegri útfærslu verka sinna. Hanna Siv er einn einn útskriftarnemendana og hún tók myndina sem fylgir færslunni þegar hún var að máta verk sín á einn vegginn í sýningarrýminu.

Sýningin mun opna í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi laugardaginn þann 28. janúar kl. 15.00.

Nánari upplýsingar um sýninguna, opnunartíma og fleira er hana varðar, verður að finna hér á síðunni innan skamms.

/sr.