Upprennandi í Ramskram 24. nóvember 2017 – 4. janúar 2018

aa

 

Upprennandi í Ramskram 24. nóvember 2017 – 4. janúar 2018

Nokkrir nemendur á lokaári Ljósmyndaskólans hafa síðastliðið ár verið í samstarfi við galleríið Ramskram á Njálsgötu 49 í Reykjavík en Ramskram er einkarekið sýningarrými sem sérhæfir sig í að koma samtímaljósmyndun á framfæri. Á tveggja ára starfstíma gallerísins hafa fjölmargir listmenn samtímans sýnt þar verk sín, bæði íslenskir og erlendir.

Samstarfið við nemendur Ljósmyndaskólans felur í sér að þeir fá tíma til ráðstöfunar í galleríinu nú í lok ársins. Er hugsunin að þessir upprennandi ljósmyndarar og listamenn hafi frjálsar hendur með hvernig þau nýta rýmið og hvað þau sýna. Hver nemandi opnar sýningu sem stendur í eina viku og þá tekur næsti nemandi við og svo koll af kolli til loka ársins. Hver sýning verður því með ólíku sniði og þema.

Upprennandi

6 sýningar

6 opnanir

Díana Júlíusdóttir, 24. nóv.

Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, 2. des.

Berglaug Petra Garðarsdóttir, 9. des.

Pamela Perez, 16. des.

Therese Precht Vadum, 23. des.

Sara Björk Þorsteinsdóttir, 30. des.

 

Gallerí Ramskram er á Njálsgötu 49, 101 Reykjavík.

Opið er laugardaga og sunnudaga kl. 14-17

Hægt er að fylgjast með viðburðum á vegum gallerísins á http: www.ramskram.is og/eða www.facebook.com/RAMskram.Iceland.

Mynd með færslu er úr verki Gunnlaðar Jónu Rúnarsdóttur, Rætur.

 

/sr.