Upprennandi í Ramskram – Hjördís Jónsdóttir

aa

Upprennandi í Ramskram 17. nóvember 2018 – 30.des

Nokkrir nemendur Ljósmyndaskólans hafa síðastliðið ár verið í samstarfi við galleríið Ramskram á Njálsgötu 49 í Reykjavík. Fá þessir upprennandi ljósmyndarar og listamenn tíma til ráðstöfunar í galleríinu og hafa frjálsar hendur með það hvernig þau nýta rýmið og hvað þau sýna. Hver nemandi opnar sýningu sem stendur yfir eina helgi.

Það er Hjördís Jónsdóttir sem næst er í sýningaröðinni Upprennandi í Ramskram og opnar hún sýningu sína, #NOFILTER  þann 1. desember  kl.17.00.

Hjördís  segir þetta um efni sýningarinnar #NOFILTER.

Árið 2018 er fjöldi snjallsímaeigenda 2.5 milljarðar manns. Með hraðri tækniþróun hefur þessi gripur orðið vinsælasta tól hversdagsins. Tilkoma myndavéla í síma hefur breytt ljósmyndaheiminum þar sem nýjustu snjallsímar gera notendum kleift að taka góðar myndir án mikillar áreynslu. Miðillinn er kominn til að vera og í stað þess að streitast á móti getum við tekið breytingunum opnum örmum og lært að nýta tæknina okkur í hag.
#NOFILTER mun sýna þér inn í heim listræns símaeiganda en allt efni sýningarinnar er tekið á snjallsíma.
Í verkunum fjalla ég  um útlitsstaðla, neysluhegðun og kynhneigð á skemmtilegan, einlægan og húmorískan hátt.

Sýningin verður aðeins opin í tvo daga svo ekki láta þetta framhjá ykkur fara.
Laugardagur 1.des: kl 17:00 – 19:00.
Sunnudagur 2.des: kl 14:00 – 17:00.

Frír bjór og partí í leiðinni!


Upprennandi – 7 sýningar – 7 opnanir

Ester Inga Eyjólfsdóttir, 17-18. nóv.
Ásgeir Hafsteinn Pétursson, 24-25. nóv.
Hjördís Jónsdóttir, 1.-2. des.
Sonja Margrét Ólafsdóttir, 8.- 9. des.
Kamil Grygo, 15.-16. des.
Eydís Björk Guðmundsóttir, 22.-23. des.
Helga Laufey Ásgeirsdóttir, 29. -30. des

Ramskram er einkarekið sýningarrými sem sérhæfir sig í að koma samtímaljósmyndun á framfæri. Á þriggja ára starfstíma gallerísins hafa fjölmargir listmenn samtímans sýnt þar verk sín, bæði íslenskir og erlendir.

Gallerí Ramskram er á Njálsgötu 49, 101 Reykjavík.

Opið er laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Hægt er að fylgjast með viðburðum á vegum gallerísins á http: www.ramskram.is og/eða www.facebook.com/RAMskram.Iceland.

/sr.