Upprennandi í Ramskram – Kamil Grygo

aa

Nokkrir nemendur Ljósmyndaskólans hafa síðastliðið ár verið í samstarfi við galleríið Ramskram á Njálsgötu 49 í Reykjavík. Fá þessir upprennandi ljósmyndarar og listamenn tíma til ráðstöfunar í galleríinu og hafa frjálsar hendur með það hvernig þau nýta rýmið og hvað þau sýna. Hver nemandi opnar sýningu sem stendur yfir eina helgi.

Það er Kamil Grygo sem næstur er í sýningaröðinni Upprennandi í Ramskram.  Opnar hann sýningu sína Eyja þann 15. desember  kl.17.00.

Á undanförnum áratugum hefur innflytjendum fjölgað hratt á Íslandi. Innflytjendur og börn þeirra eru nú nær 13% af þjóðinni og stærstur hluti þeirra hefur komið frá löndunum í austur Evrópu. Lengi vel fóru flestir í störf í byggingariðnaði, við þrif eða umönnun, enda þótt margir hafi haft meiri menntun að heiman. Smátt og smátt hafa innflytjendur þó látið til sín taka á fleiri sviðum samfélagsins og þótt stundum geti verið grunnt á fordómum hefur ekki orðið til hreyfing á Íslandi gegn innflutningi fólks; stjórnmálamenn sem reynt hafa að ala á slíku hafa hlotið lítinn hljómgrunn.

Kamil Grygo flutti sjálfur til Íslands frá Póllandi og hefur bæði stundað hér vinnu og nám. Í myndröð sinni beinir hann linsunni að öðrum frá þeim heimshluta. Fólkið í myndunum er ungt og á það sameiginlegt að vera að hasla sér völl í listum, líkt og Kamil sjálfur. Myndirnar eru frjálslega uppsettar og í raun er lítið sem við getum tengt við listgreinar annað en leikgleðin sem einkennir þær allar. Það er einmitt þetta sem gerir myndir Kamils svo áhugaverðar og lærdómsríkar fyrir íslenska áhorfendur sem eiga von á því þegar fjallað er um innflytjendur að sjá þá í ákveðnum hlutverkum. Í þessu felast ekki endilega meðvitaðir fordómar en þó er tilhneigingin til að setja fólk fyrirfram á ákveðna bása ein af birtingarmyndum fordómanna og það á ekki bara við um innflytjendur heldur alla sem aðgreina má sem hópa utan við meginfjöldann. Myndir Kamils eru þannig í senn hvatning um að innflytjendum séu allir vegir færir og áminning um það hvernig við hugsum enn um annað fólk.

Jón Proppé

 

In the last decades more people have immigrated to Iceland from abroad and immigrants and their children are now nearly 13% of the population, with most of them coming from the countries of the former eastern bloc in Europe. To begin with, most came to work in construction or cleaning or as caregivers, even though many had higher qualifications from home. Gradually, these new residents have moved into other professions and though most have certainly encountered some prejudice there has not been much organised resistance to immigration. Politicians who have tried to raise anti-immigrant issues have not found much support.

Kamil Grygo came to Iceland from Poland and has both worked and studied here. His photographs focus on other people from his part of the world. The people in his pictures are young and all have been making their way in the arts, as Kamil himself has done. The photographs are playfully composed and there is little to connect the people we see to the arts except this playfulness. This is part of what makes Kamil’s photographs interesting to Icelandic audiences and also teaches an important lesson since most of us are used to seeing immigrants portrayed only in certain roles when they appear, e.g. in the media. This is not really conscious prejudice but the tendency to pigeonhole people in advance is one form of prejudice and this applies not only in the case of immigrants but holds for all groups who are seen to be different from the majority. Kamil’s photographs are a clear statement on the possibilities and potential of Iceland’s new residents but also a lesson on how we still tend to think of other people.

Jón Proppé.

/sr.