Upprennandi í Ramskram – Sonja Margrét Ólafsdóttir

aa

Upprennandi í Ramskram 17. nóvember 2018 – 30.des

Nokkrir nemendur Ljósmyndaskólans hafa síðastliðið ár verið í samstarfi við galleríið Ramskram á Njálsgötu 49 í Reykjavík. Fá þessir upprennandi ljósmyndarar og listamenn tíma til ráðstöfunar í galleríinu og hafa frjálsar hendur með það hvernig þau nýta rýmið og hvað þau sýna. Hver nemandi opnar sýningu sem stendur yfir eina helgi.

Það er Sonja Margrét Ólafsdóttir sem næst er í sýningaröðinni Upprennandi í Ramskram og opnar hún sýningu sína, Blómin í baðinu  þann 8. desember  kl.17.00.

Blómin í baðinu

Þrír staðir eða þrjú heimili. Öll heimilin eru tengd fjölskyldu Sonju Margrétar. Þessi heimili eru í Hrunamannahreppi þar sem Sonja ólst upp og eru henni þess vegna mjög kær. Æskuheimili hennar á Ljónastíg, Brún heimili móðurömmu hennar og afa og Kotlaugar, heimili systur hennar og fjölskyldu. Sonja fer með okkur inná þessi heimili og sýnir okkur innviði þeirra. Stundum aðeins hversdagsleg smáatriði  sem vakið hafa upp tilfinningar hjá henni, gulir uppþvottahanskar sem liggja á vaskbrúninni eða stofublómin sem eru komin í baðkarið. Þessi hversdaglegu smáatriði geta vakið okkur til umhugsunar. Hvað er það sem gerir hús að heimili? Eru það hlutirnir sem við söfnum í kringum okkur eða eru það minningarnar og tilfinningarnar sem fylgja þeim?

Sýningin verður aðeins opin í tvo daga svo ekki láta hana framhjá ykkur fara.
Laugardagur 8.des: kl 17:00 – 19:00.
Sunnudagur 9.des: kl 14:00 – 17:00.

__________

Upprennandi – 7 sýningar – 7 opnanir

Ester Inga Eyjólfsdóttir, 17-18. nóv.
Ásgeir Hafsteinn Pétursson, 24-25. nóv.
Hjördís Jónsdóttir, 1.-2. des.
Sonja Margrét Ólafsdóttir, 8.- 9. des.
Kamil Grygo, 15.-16. des.
Eydís Björk Guðmundsóttir, 22.-23. des.
Helga Laufey Ásgeirsdóttir, 29. -30. des

Ramskram er einkarekið sýningarrými sem sérhæfir sig í að koma samtímaljósmyndun á framfæri. Á þriggja ára starfstíma gallerísins hafa fjölmargir listmenn samtímans sýnt þar verk sín, bæði íslenskir og erlendir.

Gallerí Ramskram er á Njálsgötu 49, 101 Reykjavík.

Opið er laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Hægt er að fylgjast með viðburðum á vegum gallerísins á http: www.ramskram.is og/eða www.facebook.com/RAMskram.Iceland.