Uppskeruhátíð í Ljósmyndaskólanum dagana 26.-28. maí.

aa

Uppskeruhátíð í Ljósmyndaskólanum

Opið verður í Ljósmyndaskólanum Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík

föstudaginn 26/5 kl.16.00 – 18.00

laugardaginn 27/5 kl. 11.00 – 17.00

sunnudaginn 28/5 kl. 11.00 – 17.00

Þá munu nemendur Ljósmyndaskólans sýna afrakstur af vinnu vetrarins.  Auk þess verða ýmsir viðburðir í skólanum þessa daga og nemendur og kennarar verða á staðnum, spjalla við gesti og veita leiðsögn um verkin.

Þetta er kjörið tækifæri til að koma í Ljósmyndaskólann, kynnast gróskumiklu skólastarfi og sjá fjölbreytt verkefni nemenda.

Allir eru velkomnir.

Myndin sem fylgir færslu er tekin af Vöku Njálsdóttur, nemanda á 1. ári og er hún úr seríu sem ber nafnið Fólkið mitt. Myndin prýðir forsíðuna á Vorblaði skólans.