Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans fást við brýn samfélagsmál.

aa

16442900_1889441561342582_1236545695_o-688x451

“Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans fást við brýn samfélagsmál” segir í Kvennablaðiðnu  í grein sem birtist 1. febrúar 2017. Þar er fjallað um þá nemendur sem nú útskrifast úr Ljósmyndaskólanum.  Í greininni birtir Kvennablaðið verk eftir útskriftarnemendurnar og þau segja frá verkum sínum og áherslum í fáeinum orðum. Verkin eru fjölbreytt og ólík en þar er  meðal annars tekist á við viðfangsefni eins og heimilisofbeldi, föðurmissi, fólksflótta úr sveitum landsins, kynþroska ungra stúlkna, aðskilnað og einmanaleika.

Sem dæmi má taka  verk Þórdísar Helgadóttur, Helgadóttir. Um það segir Þórdís sjálf þetta: “Fyrir um áratug féll faðir minn fyrir eigin hendi eftir róstursamt tímabil í lífinu. Við sviplegt fráfall hans varð ég sem lömuð og skildi í raun ekki hvernig lífið gat gengið sinn vanagang í kjölfarið. Á meðan ég hef verið að vinna að þessu verki hafa komið upp margvíslegar minningar og tilfinningar. Ég hef efast um að ég sé að gera rétt, bæði gagnvart sjálfri mér, honum og öllum þeim sem þótti vænt um hann og sakna. Ég stend frammi fyrir því flókna vandamáli að vera að fjalla um einhvern sem er farinn. Hvernig geri ég ljósmyndaverk um einhvern sem er ekki lengur til? Það upphófst því mikil leit hjá mér að því hvaða leið ég gæti farið til að leysa verkefnið, ég var alltaf að leita að einni ákveðinni lausn. En það er engin ein lausn og við sumum spurningum er ekkert svar.“

helgadottir-vef1

Úr verki Þórdísar, Helgadóttir.

Umfjöllina í heild má lesa hér.

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans  er haldin í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi og stendur frá 28. janúar til 12. febrúar. Opið er á fimmtudögum til sunnudags frá kl 12:00-18:00 en þess má geta að á Safnanótt, föstudaginn  þann 3. febrúar verður sýningin opin til kl. 23.00.

/sr.