Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2020 – Gissur Guðjónsson – Svæði.

aa

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2020

Föstudaginn 10. janúar kl. 17.00 opnar útskriftarsýning Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6.

Að þessu sinni útskrifast sex nemendur af námsbraut í skapandi ljósmyndun 2; Anna Margrét Árnadóttir, Gissur Guðjónsson, Hjördís Eyþórsdóttir, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Ívar Örn Helgason og Linda Björk Sigurðardóttir.

Viðfangsefni og aðferðir nemenda spanna breitt svið og útskriftarnemendurnir takast á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum, listrænni sýn og fagurfræði.

Hér beinum við sjónum að Gissuri Guðjónssyni og verkinu Svæði.

 

Í verki Gissurs Guðjónssonar, Svæði, bregður fyrir óskilgreindum stöðum þar sem safnast hafa

saman ummerki um tilvist mannsins. Gissur nýtir sér þennan efnivið og myndar úr honum

sitt eigið landslag og mótar það með því að brengla sjónarhornið með aðferðafræði

„photomapping“. Svæðin sem Gissur myndar virðast hafa fyrir hreina tilviljun orðið að

tímabundnum griðarstað fyrir hluti sem fólk sér ekki not fyrir lengur.

/sr.