Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2020 – Hjördís Eyþórsdóttir – Put all our Treasures Together.

aa

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2020

Föstudaginn 10. janúar kl. 17.00 opnar útskriftarsýning Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6.

Að þessu sinni útskrifast sex nemendur af námsbraut í skapandi ljósmyndun 2; Anna Margrét Árnadóttir, Gissur Guðjónsson, Hjördís Eyþórsdóttir, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Ívar Örn Helgason og Linda Björk Sigurðardóttir.

Viðfangsefni og aðferðir nemenda spanna breitt svið og útskriftarnemendurnir takast á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum, listrænni sýn og fagurfræði.

Hér beinum við sjónum að Hjördísi Eyþórsdóttur og verkinu Put all our Treasures  Together.

Hjördís segir meðal annars um verkið:

Gersemar sem leynast í hversdagsleikanum eru okkur oft huldar. Ljósmyndirnar í verkinu Put all our Treasures Together voru teknar yfir tímabil sem einkenndist af miklu rótleysi og flakki, myndir sem söfnuðust saman í laumi samhliða daglegu lífi yfir langan tíma. Atburðir sem virðast í fyrstu ómerkilegir reynast fjársjóður þegar horft er til baka. Aðeins fyrir tilstilli fjarlægðarinnar sem skapast þegar tíminn líður fáum við aðra sýn á hlutina.

/sr.