Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2020 – Ívar Örn Helgason – Þúsund ára sveitaþorp.

aa

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2020

Föstudaginn 10. janúar kl. 17.00 opnar útskriftarsýning Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6.

Að þessu sinni útskrifast sex nemendur af námsbraut í skapandi ljósmyndun 2; Anna Margrét Árnadóttir, Gissur Guðjónsson, Hjördís Eyþórsdóttir, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Ívar Örn Helgason og Linda Björk Sigurðardóttir.

Viðfangsefni og aðferðir nemenda spanna breitt svið og útskriftarnemendurnir takast á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum, listrænni sýn og fagurfræði.

Hér beinum við sjónum að Ívari Helgasyni og verkinu Þúsund ára sveitaþorp.

Í Þykkvabæ fækkar fólki með hverju árinu og húsin drabbast niður. Horfin er sú sýn að traktor sé á hverju horni og kartöflubændur í óða önn að undirbúa næstu uppskeru.

Ívar Örn dregur í verki sínu, Þúsund ára sveitaþorp, upp mynd af kartöflubænum í samtímanum. Þar hefur fólksfækkun verið gríðarleg síðustu árin sem skilur eftir sig tómarúm og yfirgefin hús. Hægt er að ráfa um bæinn tímunum saman án þess að verða var við nokkurn, líkt og að þar hafi tíminn staðið í stað. Í norðri blasa við fjallgarðar en þegar litið er til suðurs, auðnin og flatlendið.

 

/sr.