Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2021

aa

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 16. janúar – 31. janúar 2021  

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 16. janúar 2021 og stendur til 31. janúar.   Að þessu sinni útskrifast 13 nemendur  af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 frá  Ljósmyndaskólanum. Útskriftarverkin eru afar fjölbreytt enda spanna viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið og þau takast á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði.  Endurspegla verkin á sýningunni þannig að einhverju leiti gróskuna í samtímasljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljósmyndamiðlinum felast.  Ljósmyndasafn Reykjavíkur er við Tryggvagötu 15, Grófarhúsi, á 6. hæð fyrir ofan Borgarbókasafn Reykjavíkur. Safnið er opið alla virka daga kl. 12.00 -17.00 og um helgar kl. 13.00-16.00.   Mynd með færslu er úr verkinu Afdrif  eftir Elínu Ósk Jóhannsdóttur.