Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans á Safnanótt.

aa

 

utskriftarsyning-17 (1)

Í kvöld, föstudaginn 5. febrúar, verður opið á útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans í Lækningaminjasafninu til kl. 24.00.

Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans velta upp ýmsum málefnum í verkum sínum og meðal umfjöllunarefna eru ungar mæður, ólíkur uppruni, brotthætt byggð, sjálfsskoðun, umhverfismál, leikur barna, staðalímyndir, ádeilusögur, 101 Shopkeepers og náttúran mynduð í stúdíói. Sýningin er lokaverkefni 10 nemenda sem nú útskrifast frá Ljósmyndaskólanum eftir tveggja og hálfs árs nám. Þau eru: Anna Kristín Arnardóttir, Daníel Harðarson, Ellen Inga Hannesdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Heiða Gunnlaugsdóttir, Helga Nína Aas, Hrund S. Þórisdóttir, Olga Helgadóttir, Unnur Ósk Kristinsdóttir og Þórunn Birna Þorvaldsdóttir.

Komandi helgi er síðasta sýningarhelgin en sýningin stendur til 7. febrúar og er opin frá kl.12.00-18.00 laugardag og sunnudag.

Staðsetning:

Lækningaminjasafnið v/ Nesstofu

Heimilisfang

Nes 2, 170 Seltjarnarnes

/sr

 

 

utskriftarsyning-8

 

utskriftarsyning-24