Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans opin til kl. 23.00 á Safnanótt þann 3. febrúar.

aa

plagat

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður  föstudaginn 3. febrúar 2017, en þá verða söfn á höfuðborgarsvæðinu með opið hús og kynna starfsemi sína. Fjölmargar listsýningar verða opnar þennan dag og langt fram á kvöld og fjölbreytt úrval menningarviðburða víða um borgina eins og sjá má á vefsíðu hátíðarinnar.

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans sem opnaði þann 28. janúar í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi, tekur þátt í Safnanótt. Föstudaginn þann 3. febrúar verður sýningin opin til kl. 23.00. Útskriftarnemendurnir verða á staðnum, svara spurningum um verkin og leiða gesti um sýninguna.

Nemendurnir sem nú útskrifast takast á við ýmis aðkallandi málefni í verkum sínum, má þar til dæmis nefna heimilisofbeldi, föðurmissi, fólksflótta úr sveitum landsins, kynþroska ungra stúlkna, aðskilnað og einmannaleika.  Sýningin stendur til 12. febrúar og er opin  fimmtudaga til sunnudaga frá kl 12:00-18:00.

/sr.